Arnór og Hörður fengu góða dóma

Arnór fagnar með félögum sínum.
Arnór fagnar með félögum sínum. Ljósmynd/UEFA

Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon fengu góða dóma fyrir frammistöðu sína í frábærum 3:0 sigri CSKA Moskva gegn Evrópumeisturum Real Madrid í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

Arnór fékk 8 í einkunn hjá Sky Sports en hann lagði upp fyrsta markið og skoraði þriðja markið. Hörður Björgvin fékk 7 í einkunn en hann átti góðan leik í vörninni.

Sky Sports valdi Fedor Chalov mann leiksins en hann fékk 8 í einkunn.

„Það var sætt að vinna en við komust ekki í Evrópudeildina svo auðvitað erum við svolítið svekktir,“ sagði Arnór við vef UEFA eftir leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert