Barcelona með Koulibaly í sigtinu

Kalidou Koulibaly í baráttu við Gonzalo Higuain.
Kalidou Koulibaly í baráttu við Gonzalo Higuain. AFP

Spánarmeistarar Barcelona eru á höttunum eftir varnarmanninum Kalidou Koulibaly og ætla að freista þess að fá hann til liðs við sig þegar opnað verður fyrir félagaskipti í janúar.

Koulibaly leikur með ítalska liðinu Napoli og hefur Senegalinn fengið mikið hrós fyrir frammistöðu sína en margir nefna hann einn besta miðvörð heims í dag.

Meiðsli hafa herjað á varnarmenn Barcelona á tímabilinu og horfa forráðamenn Katalóníuliðsins til Koulibaly. Hann er hins vegar ekki á neinu útsöluverði en Napoli hefur sett 88 milljóna punda verðmiða á leikmanninn en sú upphæð jafngildir 13,5 milljörðum íslenskra króna.

Koulibaly er 27 ára gamall sem kom til Napoli frá belgíska liðinu Genk fyrir fjórum árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert