Tiémoué Bakayoko til AC Milan

Tiémoué Bakayoko er kominn til Ítalíu eftir vonbrigðatímabil með Chelsea.
Tiémoué Bakayoko er kominn til Ítalíu eftir vonbrigðatímabil með Chelsea. Ljósmynd/@acmilan

Tiémoué Bakayoko er genginn til liðs við ítalska knattspyrnufélagið AC Milan en þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni í dag. Bakayoko skrifar undir eins árs lánssamning við ítalska félagið en AC Milan hefur forkaupsrétt á honum næsta sumar.

Chelsea borgaði Monaco tæplega 40 milljónir punda fyrir leikmanninn, síðasta sumar, en honum tókst ekki að slá í gegn á sínu fyrsta tímabili á Stamford Bridge. Chelsea hefur fengið þá Jorginho og Mateo Kovacic í sumar og því lítið pláss fyrir Frakkann hjá Chelsea.

Hann var ekki í franska landsliðshópnum sem fór á HM í Rússlandi í sumar en hann spilaði 29 leiki fyrir Chelsea í öllum keppnum á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 2 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert