Sigríður Lára á förum til Noregs?

Sigríður Lára í baráttunni við Ariönu Calderon í leik ÍBV …
Sigríður Lára í baráttunni við Ariönu Calderon í leik ÍBV og Þórs/KA í sumar. Skapti Hallgrímsson

Knattspyrnukonan Sigríður Lára Garðarsdóttir gæti verið á förum til Lillestrøm í norsku úrvalsdeildina en það er fótbolti.net sem greinir frá þessu í dag. Sigríður Lára hélt út til Noregs í morgun til þess að skoða aðstæður hjá félaginu.

Lillestrøm er með fullt hús stiga eftir fyrstu fjórtán leiki sína í deildinni og hefur tólf stiga forskot á Klepp sem er í öðru sæti deildarinnar þegar átta umferðir eru eftir af tímabilinu. „Hún er að skoða aðstæður og það er kominn viss grunnur í viðræðum. Þetta getur samt enn þá farið í báðar áttir," sagði Jón Óli Daníelsson, íþróttafulltrúi ÍBV, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Sigríður Lára á að baki 13 landsleiki fyrir A-landslið Íslands og lék hún stórt hlutverk með liðinu á EM í Hollandi, síðasta sumar. Þá hefur hún verið lykilmaður í liði ÍBV, undanfarin ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert