Ronaldo útskrifaður af sjúkrahúsi

Ronaldo hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi á Ibiza.
Ronaldo hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi á Ibiza. AFP

Brasilíska stjórstjarnan Ronaldo og fyrrverandi besti knattspyrnumaður heims var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi á Ibiza en það er BBC sem greinir frá þessu. Leikmaðurinn var lagður inn á spítala fyrir helgi vegna lungnabólgu og var á gjörgæslu um tíma.

Ronaldo er nú útskrifaður og leiðinni heim til Brasilíu á nýjan leik en hann er orðinn 41 árs gamall. Hann lagði skóna á hilluna árið 2011 en hann vann Ballon'dOr-verðlaunin tvisvar á ferlinum, árin 1997 og 2002. Þá varð hann tvívegis heimsmeistari með Brasilíu.

„Ég er á heimleið eftir mikið annríki, undanfarna daga. Takk fyrir allan stuðninginn og kveðjurnar, undanfarna daga. Þær hafa hjálpað mér mikið og gefið mér auka orku,“ sagði Ronaldo á samfélagsmiðlinum Instagram í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert