Mandzukic hættur

Mario Mandzukic skoraði 3 mörk í 6 leikjum fyrir Króata …
Mario Mandzukic skoraði 3 mörk í 6 leikjum fyrir Króata á HM í Rússlandi í sumar. AFP

Mario Mandzukic, framherji ítalska knattspyrnufélagsins Juventus, er hættur með króatíska landsliðinu en þetta tilkynnti hann í dag. Mandzukic er orðinn 32 ára gamall en hann spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Króatíu árið 2007. 

Hann var lykilmaður í liði Króata sem endaði í öðru sæti heimsmeistaramótsins í Rússlandi í sumar þar sem Króatía tapaði 4:2 fyrir Frakklandi í úrslitaleik í Moskvu. Hann hefur skorað 33 mörk í 89 landsleikjum fyrir Króata og þá skoraði hann 3 mörk í 6 leikjum fyrir Króata á HM í sumar.

„Það er komið að tímamótum hjá mér. Ég hef ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. Þrátt fyrir að silfurmedalían hafi gefið mér aukna orku, þá gerði hún þessa ákvörðun mína auðveldari líka. Ég fékk að upplifa drauminn, náði sögulegum árangri með landsliðinu og fann fyrir ótrúlegum stuðningi allra landsmanna,“ sagði framherjinn meðal annars í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert