Gerrard ekki tapað leik með Rangers

Steven Gerrard fer vel af stað með Rangers.
Steven Gerrard fer vel af stað með Rangers.

Steven Gerrard, fyrrverandi fyrirliði Liverpool og núverandi knattspyrnustjóri Rangers í skosku úrvalsdeildinni, hefur farið vel af stað á tímabilinu og ekki enn tapað leik. Liðið er nú þremur leikjum frá því að tryggja sig inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Aðstoðarmaður Gerrard er önnur Liverpool-hetja, Gary McAllister.

Þjálfari skoska landsliðsins, Alex McLeish, segir að Rangers hafi tekið miklum framförum síðan Gerrard tók við stjórnvelinum:

„Koma Steven Gerrard hefur gefið Rangers nýtt líf. Ef þú berð liðið saman við síðustu leiktíð má sjá miklar framfarir. Gary McAllister er náinn vinur og þeir hafa trúna, þekkinguna og vigtina sem þarf til að ná árangri með lið eins og Rangers. Þeir fylla leikmenn af sjálfstrausti. Leikmenn sem stóðu sig ekki svo vel spila nú betur en þeir héldu að þeir gætu.“  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert