Andri með mark og stoðsendingu

Andri Rúnar Bjarnason skoraði eitt mark og lagði upp annað …
Andri Rúnar Bjarnason skoraði eitt mark og lagði upp annað í 4:3 sigri liðsins í dag. Ljósmynd/Helsingborg

Örgryte tók á móti Helsinborg í 18. umferð sænsku B-deildarinnar í knattspyrnu í dag en leiknum lauk með 4:3-sigri gestanna. Andri Rúnar Bjarnason var atkvæðamikill í liði Helsinborg í dag en hann kom liðinu yfir á 4. mínútu leiksins.

Þá lagði hann upp fjórða og síðasta mark liðsins sem Rasmus Jönsson skoraði á 65. mínútu. Það virtist allt stefna í öruggan 4:1-sigur Helsinborgar en þeir Gustav Ludwigson og Gabriel Altemark-Vanneryr minnkuðu muninn fyrir Örgryte á lokamínútum leiksins og lokatölur því 4:3 fyrir Helsinborg.

Andri Rúnar spilaði allan leikinn í liði Helsingborgar sem er á toppi deildarinnar með 40 stig eftir fyrstu 18. umferðirnar og hefur liðið þriggja stiga forskot á Falkenbergs sem er í öðru sæti deildarinnar með 37 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert