Vonandi með betra lið en Ísland

Lars Lagerbäck.
Lars Lagerbäck. AFP

Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari Norðmanna í knattspyrnu valdi í dag 26 manna landsliðshóp fyrir vináttuleikina gegn Íslandi og Panama í næsta mánuði.

Norðmenn sækja Íslendinga heim á Laugardalsvöllinn 2. júní og fá svo Panama í heimsókn á Ullevaal fjórum dögum síðar.

„Það verður sérstakt að koma aftur til Íslands. Ég var þar í fimm ár, eignaðist marga vini og átti frábæran tíma. Ég hlakka til að koma aftur til Íslands og vonandi að sýna að Noregur sé með betra lið en Ísland,“ sagði Lagerbäck við fréttamenn þegar hann opinberaði landsliðshópinn.

Martin Ødegaard er í landsliðshópnum en hann hefur átt við meiðsli að stríða og mun ekki taka þátt í leikjunum.

Norski landsliðshópurinn er þannig skipaður:

Markverðir: Rune Almenning Jarstein, Ørjan Håskjold Nyland, Sten Grytebust.

Varnarmenn: Tore Reginiussen, Håvard Nordtveit, Kristoffer Ajer, Sigurd Rosted, Jonas Svensson, Birger Meling, Omar Elabdellaoui, Martin Linnes, Haitam Aleesami.

Miðjumenn: Mohamed Elyounoussi, Mats Møller Dæhli, Jo Inge Berget, Sander Berge, Markus Henriksen, Ole Kristian Selnæs, Fredrik Midtsjø, Iver Fossum, Stefan Johansen, Martin Ødegaard (28.-30. maí).

Sóknarmenn: Tarik Elyounoussi, Joshua King, Alexander Sørloth, Bjørn Maars Johnsen, Ola Kamara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert