Aðalmarkmaður Argentínu missir af HM

Sergio Romero verður ekki með á HM. Willy Caballero gæti …
Sergio Romero verður ekki með á HM. Willy Caballero gæti komið inn í hans stað. AFP

Sergio Romero, aðalmarkmaður argentínska landsliðsins í fótbolta og varamarkmaður Manchester United, verður ekki með á HM í Rússlandi vegna hnémeiðsla. Ekki er vitað nákvæmlega hversu alvarleg meiðslin eru, en hann nær ekki að jafna sig í tæka tíð.

Twitter-síða argentínska liðsins staðfesti þetta í dag. Franco Armani, markmaður River Plate í heimalandinu, og Willy Caballero, markmaður Chelsea, berjast um að byrja í markinu hjá Argentínu í stað Romero. 

Argentína mætir Íslandi í fyrsta leik á HM í Moskvu 16. júní næstkomandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert