Sigurður Ragnar náði í brons

Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson

Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýrði kínverska kvennalandsliðinu í knattspyrnu til 3:1-sigurs á Taílandi í leik um bronsið á Asíumótinu sem fram fer í Jórdaníu. Staðan í leikhléi var 0:0, en kínverska liðið var sterkara í síðari hálfleik.

Ying Li, Shanshan Wang og Song Duan komu kínverska liðinu í 3:0-forystu áður en Rattikan Thongsombut minnkaði muninn undir lokin. Kínverska liðið vann því fjóra af fimm leikjum sínum á mótinu og nældi í bronsverðlaun. 

Kínverska liðið tryggði sér þátttökurétt á HM í Frakklandi á næsta ári með árangri sínum á mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert