Kjartan og félagar með góðan sigur

Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry Finnbogason. Ljósmynd/twitter

Kjartan Henry Finnbogason og félagar í Horsens unnu góðan 2:0 sigur á Helsingør í leik liðanna í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leikið var í Farum í dag, á heimavelli Nordsjælland, þar sem heimavöllur Helsingør-liðsins er illa leikinn vegna frosts.

Staðan var 0:0 í hálfleik en Oliver Drost kom Jótlandsliðinu yfir á 54. mínútu. Peter Nymann afgreiddi svo leikinn fyrir Horsens á 83. mínútu.

Kjartan Henry fékk gult spjald strax á 5. mínútu leiksins en lék allan leikinn í fremstu víglínu Horsens sem er í 4. sæti með 30 stig og er í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina um danska meistaratitilinn en aðeins eru fjögur stig í áttunda sætið. 12 stig eru aftur á móti upp í Nordsjælland í 3. sætinu. Helsingør hefur 16 stig í 13. og næstneðsta sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert