Albert lagði upp sigurmark í blálokin

Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson. Ljósmynd/PSV Eindhoven

PSV Eindhoven endurheimti í dag fimm stiga forskot sitt á toppi hollensku A-deildarinnar í knattspyrnu með 2:1-sigri á Heracles á útivelli. Albert Guðmundsson byrjaði á bekknum hjá PSV en kom inn á sem varamaður á 83. mínútu. Tíu mínútum síðar, eða á þriðju og síðustu mínútu uppbótartímans, lagði hann upp sigurmarkið á Luuk de Jong.

Albert fékk þá sendingu á hægri kantinum og glæsileg fyrirgjöf hans fór á de Jong sem kláraði af stuttu færi. Leikurinn var sá fjórði sem Albert spilar í efstu deild en hann hefur einnig leikið með varaliði félagsins í næstefstu deild á leiktíðinni.

Albert hefur ekki komið inn á sem varamaður eins snemma í leik áður á tímabilinu, en hann hefur mest spilað þrjár mínútur í leik fyrir utan uppbótartíma í deildinni til þessa. Albert nýtti því sjaldgæft tækifæri vel. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert