Leikmaður Stjörnunnar í fótspor Mata

Ana Victoria Cate í leik með Stjörnunni.
Ana Victoria Cate í leik með Stjörnunni. mbl.is/Árni Sæberg

Ana Victoria Cate, leikmaður Stjörnunnar, hefur fetað í fótspor Juan Mata og Rúnars Alex Rúnarssonar og gengið til liðs við Comm­onG­oal-sam­tökin. Mata, leikmaður Manchester United, stofnaði sam­tök­in fyrr á ár­inu, en þau snú­ast um að knatt­spyrnu­menn gefi 1% launa sinna til barna sem minna mega sín. 

Í nóvember varð Rúnar fyrstur Íslendinga til að taka þátt í átakinu og nú er Cate einnig búin að ganga í þau. Hún hefur leikið hér á landi síðan 2014 og með Stjörnunni síðan 2015.

33 knattspyrnumenn og -konur eru nú í samtökunum og stjörnur á borð við Mats Hummels, Shinji Kagawa, Giorgio Chiellini og Kasper Schmeichel eru á meðal þeirra.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert