Albert efast um að afi verði reiður við sig

Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson. Ljósmynd/twitter

Albert Guðmundsson, leikmaður PSV í Hollandi og íslenska U21 árs landsliðsins, segist vonast til þess að halda áfram fótboltahefðinni innan fjölskyldunnar.

Langafi hans og alnafni Albert Guðmundsson var atvinnumaður og spilaði meðal annars með Arsenal og AC Milan. Afi hans, Ingi Björn Albertsson, var svo kunnur knattspyrnumaður. Foreldrarnir Kristbjörg Ingadóttir og Guðmundur Benediktsson, sem nú er einnig þekktur lýsandi, voru einnig mikið í boltanum.

„Öll fjölskyldan mín er þekkt í íslenska knattspyrnuheiminum, langafi, afi, mamma og pabbi. Ég sé það allt sem hvatningu en er ekki að setja pressu á mig að það sé nú undir mér komið að halda uppi heiðri fjölskyldunnar,“ sagði Albert við Football International.

Hann vonast til þess að verða betri en afi sinn. „Ég held að hann yrði ekkert reiður við mig, bara stoltur,“ sagði Albert í viðtalinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert