Emil skoraði sjálfsmark (myndskeið)

Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson. AFP

Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson, leikmaður Udinese, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Torino í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Emil setti boltann í eigið mark á 30. mínútu og með markinu komst Torino í 2:0. Emil var skipt út af í hálfleik. Udinese hefur farið illa af stað en liðið er í 16. sæti með aðeins 3 stig eftir fimm leiki.

Juventus og Napoli eru efst og jöfn með 15 stig en bæði liðin fögnuðu sigrum í kvöld. Juventus vann 1:0 sigur gegn Fiorentina með marki frá Mario Mandzukiz og Napoli vann góðan útisigur gegn Lazio, 4:1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert