Viðar skoraði 70. markið

Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson. Ljósmynd/.maccabi-tlv.co.il

Viðar Örn Kjartansson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skoraði í gærkvöld sitt 70. mark í deildakeppni erlendis. Hann gerði þá annað mark Maccabi Tel Aviv í útisigri gegn Netanya, 3:2, í ísraelsku A-deildinni en lið hans hafði þá lent 2:1 undir.

Viðar, sem varð markakóngur deildarinnar á síðasta tímabili með 19 mörk í 33 leikjum, hefur nú gert þrjú mörk í fyrstu fjórum umferðunum en Tel Aviv er í þriðja sæti deildarinnar með 9 stig.

Viðar skoraði 53 deildamörk í 139 leikjum á Íslandi en eftir að hann gerðist atvinnumaður hefur hann nú gert 70 mörk í 114 deildaleikjum í Ísrael, Svíþjóð, Kína og Noregi. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert