Sjálfsmark tryggði Þjóðverjum sigur

Þjóðverjar fagna marki gegn Slóvenum á dögunum.
Þjóðverjar fagna marki gegn Slóvenum á dögunum. Ljósmynd/dfb.de

Þýskaland vann 1:0 útisigur gegn Tékklandi í undankeppni HM kvenna í knattspyrnu í dag en liðin leika í sama riðli og Íslendingar.

Sjálfsmark réði úrslitunum en Eva Bartonová varð fyrir því óláni að skora í eigið mark á 51. mínútu. Þýskaland er með 6 stig eftir tvo leiki en Tékkland 3.

Ísland mætir Þýskalandi ytra hinn 20. október og sækir svo Tékkland heim fjórum dögum síðar en Ísland er með 3 stig eftir 8:0 sigur gegn Færeyjum í gær.

María Þórisdóttir lék allan tímann með Norðmönnum sem burstuðu Slóvakíu á heimavelli, 6:1, eftir að hafa verið 6:0 yfir í hálfleik. Norðmenn hafa unnið tvo fyrstu leiki sína en þeir lögðu N-Íra, 4:1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert