Messi með fernu í stórsigri

Lionel Messi með tvo leikmenn Eibar á hælunum í kvöld.
Lionel Messi með tvo leikmenn Eibar á hælunum í kvöld. AFP

Barcelona náði í kvöld fimm stiga forskoti á toppi spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu þegar liðið burstaði Eibar, 6:1, á Camp Nou í fimmtu umferð deildarinnar.

Enn og aftur stal Lionel Messi senunni en argentínski töframaðurinn skoraði fjögur mörk og hefur þar með skorað 9 mörk í deildinni á tímabilinu. Hin tvö mörkin skoruðu Paulinho og Denis Suarez. Messi skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu og skoraði svo síðustu þrjú mörkin á 28 mínútna kafla. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem Messi skorar fernu.

Barcelona hefur fullt hús stiga eða 15 stig og er fimm stigum á undan Sevilla og sjö á undan Spánarmeisturum Real Madrid sem eiga bæði leik til góða.

Þá burstaði Valencia lið Málaga, 5:0, þar sem Simone Zaza skoraði þrennu fyrir Valencia.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert