Daníel Leó með sjálfsmark í tapleik

Daníel Leó Grétarsson, til hægri, ásamt Aroni Elís Þrándarsyni. Þeir …
Daníel Leó Grétarsson, til hægri, ásamt Aroni Elís Þrándarsyni. Þeir voru í tapliði í kvöld. Ljósmynd/aafk.no

Daníel Leó Grétarsson, leikmaður Aalesund, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar liðið tapaði fyrir Odd, 3:2, á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Odd komst í 3:0 eftir 47 mínútur og skoraði Daníel Leó annað markið en því miður í vitlaust mark. Aalesund náði að hleypa spennu í leikinn með því að minnka muninn í 3:2 þegar rúmar 20 mínútur voru eftir en heimamönnum tókst að halda fengnum hlut.

Daníel Leó lék allan tímann fyrir Aalesund, Aron Elís Þrándarson lék fyrstu 69 mínúturnar en Adam Örn Arnarson var ekki í leikmannahópnum. Aalesund er í 11. sæti deildarinnar með 25 stig eftir 22 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert