Oliver samdi til þriggja ára í Noregi

Oliver Sigurjónsson.
Oliver Sigurjónsson. mbl.is/Árni Sæberg

Oliver Sigurjónsson gekk í dag formlega í raðir norska B-deildarfélagsins Bodø/Glimt og samdi við félagið til þriggja ára eftir að hafa staðist læknisskoðun en þetta hefur legið í loftinu síðustu daga.

Oliver er 22 ára gamall miðjumaður sem ungur að árum reyndi fyrir sér í atvinnumennsku hjá danska liðinu AGF. Hann hefur aðeins komið við sögu í fjórum leikjum Breiðabliks í Pepsi-deildinni en hann varð fyrir meiðslum í leiknum gegn KA í 1. umferðinni og er nýlega búinn að jafna sig af þeim meiðslum.

Eftir 16 umferðir í norsku B-deildinni er Bodø/Glimt með örugga forystu. Liðið hefur 36 stig en Start og Sandnes Ulf eru í öðru sæti með 30 stig. Oliver verður fjórði Íslendingurinn til að spila með Bodø/Glimt en landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson lék með liðinu 2016 og þeir Kristján Jónsson og Anthony Karl Gregory léku með því árið 1994.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert