Mónakó hefur ekki samþykkt tilboð Real

Kylian Mbappe í leik með Monaco.
Kylian Mbappe í leik með Monaco. AFP

Fréttir bárust af því í morgun að Mónakó hafði samþykkt tilboð Real Madrid upp á 150 milljónir evra í Kylian Mbappe. Félagið hefur hins vegar stigið fram og hafnað þessum fregnum. 

Hinn 18 ára gamli framherji skoraði 26 mörk og lagði upp átta til viðbótar fyrir Mónakó og er hann einn eftirsóttasti leikmaður heims um þessar mundir. 

Real Madrid á nægan pening þessa dagana eftir að hafa selt Álvaro Morata á 70 milljónir punda á dögunum og kæmi ekki á óvart ef Mónakó myndi samþykkja tilboð félagsins á næstu dögum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert