Segir FH vera með enska leikaðferð

Saša Gajser og Darko Milanič, þjálfari Maribor.
Saša Gajser og Darko Milanič, þjálfari Maribor. Ljósmynd/Heimasíða Maribor

Saša Gajser, aðstoðarþjálfari slóvenska knattspyrnuliðsins Maribor, mætti til Íslands til að fylgjast með leik FH og ÍA í Pepsi-deild karla í knattspyrnu á laugardaginn var. FH og Maribor mætast í 3. umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar. Gajser spjallaði um FH í viðtali við heimasíðu félagsins í dag. 

„Ég vissi það að þetta yrði erfitt einvígi og ég fékk það staðfest þegar ég horfði á þá spila,“ sagði Gajser. „FH er með gæði og liðið spilar hraðan og góðan fótbolta og við verðum að vera mjög klárir.“

„FH er með frekar enska leikaðferð, liði spilar 4-4-2 og þeir vilja halda boltanum niðri og þeir eru mjög fljótir að ráðast á lausa bolta. Ég sá hins vegar galla í þessu liði og við verðum að nýta okkur þá. Við virðum FH og við förum varlega í þetta einvígi og við gætum þurft að vera þolinmóðir.“

„Þetta verður jafnt einvígi en við erum með reynslu í Evrópukeppnum og verðum að spila mjög vel. Veðrið er líka öðruvísi á Íslandi og við verðum að venjast því,“ sagði hann að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert