Kári skoraði í fyrsta leik

Kári í leiknum í dag.
Kári í leiknum í dag. Ljósmynd/https://twitter.com/AberdeenFC

Kári Árnason, landsliðsmiðvörður í knattspyrnu, skoraði í sínum fyrsta leik fyrir Aberdeen eftir að hann gekk í raðir félagsins nýverið.

Kári skoraði mark sitt í æfingaleik gegn Brechin City á 55. mínútu fyrir liðið sem undirbýr sig nú af krafti fyrir átökin í skosku úrvalsdeildinni en liðið lenti í 2. sæti á síðustu leiktíð á eftir stórliði Celtic og tapaði einnig bikarúrslitaleik gegn þeim hvítu og grænu.

Kári, sem er 34 ára gamall, lék með Aberdeen fyrir fimm árum, tímabilið 2011-12, og samdi við félagið til eins árs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert