Vilja halda Ronaldo í skefjum

Cristiano Ronaldo og Ricardo Quaresma ræða málin á æfingu portúgalska …
Cristiano Ronaldo og Ricardo Quaresma ræða málin á æfingu portúgalska landsliðsins í Kazan í gær. AFP

Evrópumeistarar Portúgals og Suður-Ameríkumeistarar Síle mætast í fyrri undanúrslitaleiknum í Álfukeppninni í Kazan í Rússlandi í dag. Sílemenn ætla að leggja allt kapp á að halda Cristiano Ronaldo í skefjum, en hann hefur skorað 16 mörk í síðustu 10 leikjum sínum með landsliði og félagsliði og nálgast óðfluga markamet með landsliði í Evrópu.

Ronaldo skoraði 75. landsliðsmark sitt um síðustu helgi þegar hann skoraði eitt mark í 4:0 sigri gegn Nýja-Sjálandi, en Ferenc Puskas á markametið með 84 mörk fyrir Ungverja.

„Við vitum allir hversu frábær leikmaður Ronaldo er. Hann er svo hættulegur og getur gert út um leikina upp á eigin spýtur. Hann átti frábært tímabil á Spáni og hefur haldið áfram á sömu braut í þessari keppni,“ sagði Marcelo Diaz, miðjumaður Sílemanna, en sigurliðið í leiknum mætir annaðhvort Þýskalandi eða Mexíkó í úrslitaleiknum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert