Handtekinn vegna heimilisofbeldis

Kingsley Coman í leik með Bayern.
Kingsley Coman í leik með Bayern. AFP

Knattspyrnumaðurinn Kingsley Coman, leikmaður Þýskalandsmeistara Bayern München, hefur verið handtekinn fyrir heimilisofbeldi ef marka má fréttir í Frakklandi. Eftir hávær rifrildi við fyrrum kærustu hans á laugardaginn var, var hann handtekinn. 

Coman var í fríi í París þegar atvikið átti sér stað. Hann hringdi sjálfur á lögregluna, en var handtekinn vegna kvartanna fyrrum kærustu hans er lögreglan mætti á staðinn. Talið er að ástæða rifrildisins sé launatékki sem hann fékk vegna auglýsingatekna.

Franska leikmanninum hefur verið sleppt. Hann þarf hins vegar að mæta í dómsal næstkomandi september. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert