Lahm í Heiðurshöll Bayern

Philipp Lahm.
Philipp Lahm. AFP

Philipp Lahm var í dag tekinn inn í Heiðurshöll þýska stórliðsins Bayern München en Lahm, sem er 33 ára gamall, hefur lagt skóna á hilluna.

Lahm vann sinn áttunda meistaratitil með Bayern München í síðustu viku þegar hann lék kveðjuleik sinn með liðinu. Það var hans 517. leikur með liðinu. Hann er fyrsti leikmaður Bayern sem er tekinn inn í Heiðurshöllina frá því markvörðurinn Oliver Kahn varð þess heiðurs aðnjótandi árið 2008.

Lahm bætist í hóp góðra manna sem eiga sem teknir hafa verið inn í heiðurshöllina en meðal þeirra eru Karl-Heinz Rummenigge, Franz Beckenbauer, Sepp Maier, Gerd Müller, Lothar Matthaüs og Oliver Kahn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert