Emil og félagar lágu fyrir Inter

Emil Hallfreðsson í leik með Udinese.
Emil Hallfreðsson í leik með Udinese. AFP

Emil Hallfreðsson spilaði fyrsta klukkutímann í 5:2 tapi Udinese gegn Inter á útivelli í síðustu umferð ítölsku deildarinnar í knattspyrnu í dag. Udinese hafnar í 13. sæti með 45 stig. 

Inter sýndi allar sínar bestu hliðar í dag og var staðan orðin 3:0 eftir rúmlega hálftíma. Inter komst svo í 4:0 í seinni hálfleik áður en Udinese lagaði stöðuna. 

Emil spilaði 27 leiki í deildinni á leiktíðinni og lagði upp fjögur mörk, en honum tókst ekki að skora. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert