Markheppni á söguslóðum

Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson. AFP

Viðar Örn Kjartansson stóð uppi sem markakóngur ísraelsku A-deildarinnar í knattspyrnu á fyrsta tímabili sínu með Maccabi Tel-Aviv en deildakeppninni lauk á sunnudaginn.

Viðar skoraði 19 mörk, fimmtán þeirra í hefðbundinni deildakeppni og fjögur til viðbótar í úrslitakeppninni um meistaratitilinn þar sem sex efstu liðin héldu áfram og spiluðu tvöfalda umferð innbyrðis.

Viðar hefur þar með orðið markahæstur í þremur löndum. Fyrst á Íslandi með Fylki þar sem hann var einn þriggja sem skoruðu 13 mörk árið 2013 en fékk þó ekki gullskóinn vegna fjölda leikja. Síðan í Noregi 2014 þar sem Viðar skoraði 25 mörk fyrir Vålerenga og varð lang-markahæstur.

Þá var Viðar markahæsti leikmaður Jiangsu í Kína árið 2015 með 9 mörk og hann varð annar markahæsti leikmaðurinn í Svíþjóð þegar hann skoraði 14 mörk fyrir Malmö, enda þótt Viðar hefði ekki spilað síðustu tíu leikina þar sem hann hafði þá verið seldur til Tel-Aviv.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert