Frönsku liðin í góðri stöðu

Dzsenifer Marozsan skoraði eitt marka Lyon í sigri liðsins gegn …
Dzsenifer Marozsan skoraði eitt marka Lyon í sigri liðsins gegn Manchester City í dag. AFP

Lyon og PSG höfðu bæði betur, 3:1, á útivelli í leikjum sínum í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna í dag. Lyon fór með sigur af hólmi gegn Manchester City og PSG bar sigurorð af Barcelona.

Það voru japanski varnarmaðurinn Saki Kumagai, þýski miðjumaðurinn Dzsenifer Marozsan og franski sóknarmaðurinn Eugénie Le Sommer sem skoruðu mörk Lyon í leiknum í dag. Sænski sóknarmaðurinn Kosovare Asllani jafnaði metin fyrir Manchester City.

Franski sóknarmaðurinn Marie Laure Delie, brasilíski sóknarmaðurinn Cristiane Rozeira de Souza Silva og Shirley Cruz Traña, miðjumaður frá Kosta-Ríka, sem skoruðu mörk PSG. Spænski sóknarmaðurinn Bárbara Latorre klóraði í bakkann fyrir Barcelona. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert