Madridarslagur í undanúrslitunum

Ítalíumeistarar Juventus eru í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.
Ítalíumeistarar Juventus eru í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. AFP

Það verður Madridarslagur í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en drættinum í undanúrslitunum var rétt í þessu að ljúka.

Real Madrid og Atlético Madrid eigast við annars vegar og hins vegar Mónakó og Juventus. Madridarliðin áttust við í úrslitaleiknum á San Síró í Mílanó á síðustu leiktíð þar sem Real Madrid hafði betur í vítaspyrnukeppni. Real Madrid og Atlético Madrid áttust einnig við í úrslitaleiknum árið 2014 þar sem Real Madrid fagnaði sigri eftir framlengdan leik.

Fylgst var með drættinum í beinni textalýsingu:

10:20 - Í undanúrslitunum mætast:
           Real Madrid - Atlético Madrid
           Mónakó - Juventus

10:18 - Mónakó er þriðja liðið upp úr skálinn og mætir Juventus.

10:17 - Real Madrid kemur fyrst upp úr skálinni og andstæðingurinn er Atlético Madrid.

10:14 - Það er enginn annar en Walesverjinn Ian Rush gosöðsögnin úr Liverpool sem sér um að draga.

10:12 - Í fyrsta sinn frá tímabilinu 2004-05 er ekkert þýsk lið í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

10:03 - Nú styttist í að drátturinn hefjist. Það eru hefðbundin ræðuhöld og smá upphitun í gangi fyrir dráttinn.

09:58 - Úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni fer fram í Cardiff í Wales laugardaginn 3. júní.

09:55 - Real Madrid og Atlético Madrid áttust við í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð þar sem Real Madrid hafði betur í vítaspyrnukeppni.

09:52 - Real Madrid er ríkjandi Evrópumeistari og á möguleika á að verða fyrsta liðið í sögu Meistaradeildarinnar til að verja Evrópumeistaratitilinn.

09:50 - Liðin sem eru í pottinum eru Real Madrid, Atlético Madrid, Juventus og Mónakó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert