Sverrir Ingi kominn í skammarkrókinn

Sverrir Ingi Ingason í baráttu við Antoine Griezmann.
Sverrir Ingi Ingason í baráttu við Antoine Griezmann. AFP

Landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason verður ekki til staðar í hjarta varnarinnar hjá Granada þegar liðið sækir sterkt lið Sevilla heim í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu annað kvöld.

Sverrir Ingi tekur út leikbann en hann hefur fengið að líta fimm gul spjöld í leikjunum 12 sem hann hefur leikið með liðinu.

Granada er í vondum málum í botnbaráttu deildarinnar. Liðið er í næstneðsta sætinu, fimm stigum frá öruggu sæti í deildinni. Sevilla er hins vegar í fjórða sæti deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert