„Pique þarf að líta í eigin barm“

Sergio Ramos í baráttu við Robert Lewandowski í gærkvöldi.
Sergio Ramos í baráttu við Robert Lewandowski í gærkvöldi. AFP

Spænski varnarmaðurinn Gerard Pique var ekki ánægður með störf dómara í leik Real Madrid og Bayern Müncehn í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í gærkvöldi. Madridingar sigruðu 4:2 eftir framlengingu í seinni leik liðanna í 8 liða úrslitum og eru komnir í undanúrslit.

Pique og félagar hans í Barcelona taka á móti Juventus í seinni leik liðanna í 8 liða úrslitum í kvöld þar sem ítalska liðið er með þriggja marka forystu eftir fyrri leikinn. Hann hefur áður sagt dómara hliðholla Real Madrid og lét skoðun sína í ljós á Twitter í gærkvöldi, þó að hann segði ekki mikið:

Sergio Ramos, varnarmaður Real Madrid og samherji Pique í spænska landsliðinu, var spurður um Pique eftir leikinn. „Ég er þreyttur á því að svara þessum spurningum. Pique þarf að líta í eigin barm og horfa aftur á leik þeirra gegn PSG,“ sagði Ramos við spænska blaðið Marca eftir leik í gærkvöldi. Barcelona vann ótrúlegan 6:1-sigur á PSG í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum keppninnar.

Gerard Pique.
Gerard Pique. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert