Mónakó af öryggi í undanúrslit

Kylian Mbappe fagnar ásamt liðsfélögum sínum eftir að hafa komið …
Kylian Mbappe fagnar ásamt liðsfélögum sínum eftir að hafa komið Mónakó yfir í kvöld. AFP

Mónakó varð í kvöld fjórða og síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir sigur á Dortmund, 3:1, í síðari viðureign liðanna. Mónakó vann einvígi þeirra í 8-liða úrslitunum samanlagt 6:3.

Leikurinn byrjaði eins og draumur fyrir Mónakó, því strax á þriðju mínútu skoraði ungstirnið Kylian Mbappé. Hans 16. mark í jafnmörgum leikjum. Á 17. mínútu bætti Radamel Falcao við öðru marki Mónakó og staða þeirra heldur betur góð. 2:0 í hálfleik og samanlagt 4:2.

Marco Reus gaf Dortmund líflínu strax í upphafi síðari hálfleiks með marki á mikilvægum tíma, en Dortmund þurfti enn að bæta við. Það gekk hins vegar ekki og þvert á móti innsiglaði Valére Germain 3:1-sigur Mónakó aðeins nokkrum sekúndum eftir að hafa komið inn sem varamaður á 81. mínútu. Niðurstaðan því samalagður sigur Mónakó, 6:3.

Ásamt Mónakó eru það Atlético Madrid, Real Madrid og Juventus sem tryggðu sér sæti í undanúrslitum keppninnar.

Mónakó 3:1 Dortmund opna loka
90. mín. Bernardo Silva (Mónakó) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert