Markmiðið er alltaf að verða betri

Liðsfélagarnir Max Verstappen og Sergio Pérez eftir kappakstur dagsins.
Liðsfélagarnir Max Verstappen og Sergio Pérez eftir kappakstur dagsins. AFP/Ben Stansall

Nýkrýndur heimsmeistari í Formúlu 1, Hollendingurinn Max Verstappen, var að vonum sáttur eftir að hafa unnið síðasta kappakstur tímabilsins í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag.

Er þetta annað árið í röð sem Verstappen vinnur heimsmeistaratitilinn en í fyrra réðust úrslitin á síðustu sekúndum síðasta kappakstursins, einmitt í Abu Dhabi. Í ár var þetta talsvert minna spennandi en Verstappen hafði tryggt sér titilinn fyrir þónokkru.

„Ég sagði eftir síðasta tímabil að ef ég gæti fengið að upplifa annað eins tímabil væri það frábært. Þetta var stórkostlegt. Það er virkilega gaman að vera hluti af liðsheildinni hjá Red Bull-liðinu.

Markmiðið er alltaf að verða betri, jafnvel þó ég viti að stundum geti það verið erfitt. Þannig á hugarfarið að vera, maður á alltaf að vilja meira.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert