Heimsmeistarinn byrjar fremstur í síðustu keppni ársins

Verstappen var ánægður eftir tímatökuna í dag.
Verstappen var ánægður eftir tímatökuna í dag. AFP/Kamran Jebreili

Hollendingurinn Max Verstappen, nýkrýndur heimsmeistari í Formúlu 1 átti hraðasta hringinn í tímatökunni í Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum fyrir síðustu keppni ársins sem fram fer á morgun.

Verstappen byrjar því fremstur á morgun en liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Peréz byrjar annar. Ferrari-ökumennirnir Charles Leclerc og Carlos Sainz koma þar á eftir. Lewis Hamilton og George Russell hjá Mercedes byrja svo fimmti og sjötti og er ljóst að það verður á brattann að sækja fyrir þá. Fari svo að Hamilton vinni ekki verður þetta fyrsta tímabilið á hans ferli sem hann vinnur enga keppni.

Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari, byrjar níundi í sínum síðasta kappakstri á ferlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert