Piquet biður Hamilton afsökunar

Lewis Hamilton, Jean Alesi og Nelson Piquet við jarðarför Niki …
Lewis Hamilton, Jean Alesi og Nelson Piquet við jarðarför Niki Lauda fyrir þremur árum. AFP/Joe Klamar

Nelson Piquet, fyrr­ver­andi akst­ur­skappi hjá Williams í Formúlu-1, hefur beðið Lewis Hamilton, núverandi aksturskappa hjá Mercedes, afsökunar á ummælum sem hann lét falla í garð Hamilton í hlaðvarpi sem birtist á dögunum. 

Piqu­et var þar að gagn­rýna Hamilt­on fyr­ir hans þátt í því þegar Hamilt­on og Max Verstapp­en, ökuþór hjá Red Bull og tengda­son­ur Piqu­et, lentu í áreksti í Breska kapp­akstr­in­um á síðasta tíma­bili. Í gagn­rýni sinni er hann sagður nota n-orðið um Hamilt­on, en Piquet harðneitar því. 

„Það sem ég sagði var ljótt, ég ætla ekki að afsaka mig þar. En svo það sé alveg á hreinu hefur orðið sem ég notaði til að lýsa Hamilton verið sögulega notað í Brasilíu til að lýsa manni eða manneskju og ég ætlaði ekki að móðga neinn. 

Ég myndi aldrei nota n-orðið sem ég hef verið ákærður að nota í sumum þýðingum. Ég fordæmi allar tilögur til þess að orðið sem ég notaði var til að gera lítið úr ökuþór vegna húðlits.

Ég bið þá sem móðguðust og Lewis, sem er magnaður aksturskappi, innilegrar afsökunar á því sem ég sagði. En þýðingin sem fjölmiðlar eru að setja á netið er ekki rétt. 

„Mismunun á engan stað í Formúlunni né í samfélaginu og ég er ánægður að geta sagt að ég sé sammála því,“ sagði Piquet í yfirlýsingu. 

Sky Sports greinir frá því að Piquet verði ekki hleypt aftur á Formúlu-1 völlinn eftir þessi ummæli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert