Næstum því Norris

Lando Norris fagnar öðru sætinu á rásmarki austurríska kappakstursins í …
Lando Norris fagnar öðru sætinu á rásmarki austurríska kappakstursins í Spielberg. AFP

Lando Norris a McLaren var maður tímatöku austurríska kappakstursins og nánast með ráspólinn í höndum sér en varð að sætta sig við annað sætið 48 þúsundustu úr sekúndu frá toppsætinu sem Max Verstappen hjá Red Bull sleppti ekki takinu af.

Ráspólinn vann Verstappen þriðja mótið í röð og miðað við niðurstöðu tímatökunnar stendur hann vel að vígi til að auka forskot sitt í stigakeppninni um heimsmeistatitil ökumanna á morgun.

Í þriðja sæti varð Sergei Perez liðsfélagi  Verstappen og með Norris sér við hlið gætu Mercedesmennirnir Lewis Hamilton og Valtteri Bottas átt erfitt uppdráttar í keppni morgundagsins en þeir leggja af stað af fjórða og fimmta rásstað.

Í sætum sex til tíu urðu sem hér segir: Pierre Gasly og Yuki Tsunoda á AlphaTauri, Sebastian Vettel á Aston Martin, George Russel á Williams og Lance Stroll á Aston Martin.

Á lokamínútu akstursins í annarri lotu tímatökunnar hafði Vettel að líkindum sæti af Fernando Alonso í lokaumferðinni með umdeildum hægagangsakstri. Hafði Alonso bætt sig á öllum köflum brautarinnar en varð að slá af og bremsa er Vettel birtist skyndilega framundan og í stað þess að víkja ók hann inn í lokabeygjuna og eyðilagð hring Alonso sem varð þriðji í fyrstu lotunni.

Max Verstappen klifrar upp úr bíl sínum eftir tímatökkkuna í …
Max Verstappen klifrar upp úr bíl sínum eftir tímatökkkuna í Spielberg. AFP
Fernando Alonso var óhress með Sebastian Vettel.
Fernando Alonso var óhress með Sebastian Vettel. AFP
Stúkurnar í Spielberg voru þétt setnar í dag. Hér ekur …
Stúkurnar í Spielberg voru þétt setnar í dag. Hér ekur Lando Norris hjá. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert