Bottas og Hamilton réðu ferðinni

Fernando Alonso (t.h.) áleið til fimmta sætis á seinni æfingu …
Fernando Alonso (t.h.) áleið til fimmta sætis á seinni æfingu dagsins á Portimao brautinni í Algarve. AFP

Valtteri Bottas á Mercedes átti hraðasta hring dags­ins á tveim­ur æf­ing­um fyr­ir portú­galska kapp­akst­ur­inn í formúlu-1 í Portimao.

Topp­tím­ann setti hann á fyrri æf­ing­unni en Lew­is Hamilt­on liðsfé­lagi hans ók hraðast á seinni æf­ing­unni.Bottas ók á  1:19,648 mín.

Besti hring­ur Hamilt­ons á seinni æf­ing­unni mæld­ist 1:19,837 mín­út­ur og næst­ur kom Max Verstapp­en á 1:19,980 mín. Kunn­ug­leg staða og þriðja sætið líka en í því varð Valtteri Bottas á 1:20,181 mín. CAr­los Sainz á Ferr­ari varð fjórði.

Eft­ir æf­ing­una lét Hamilt­on kynþátta­for­dóma á net­inu til sín taka og sagðist myndu sniðganga helstu net­miðlana og net­sam­fé­lög­in um helg­ina. Taka íþrótta­menn og sam­tök þeirra um heim all­an þátt í mót­mæl­un­um.

„Hjá­seta leys­ir kannski ekki vand­ann á einu bretti þá verðum við samt að krefjast breyt­inga þegar þörf ger­ist, jafn­vel þótt það virðist gjörningur,“ skrifaði Hamilt­on á In­sta­gram síðu sína sem 22 milljónir manna eru áskrif­end­ur að.

Um kapp­akst­ur helgar­inn­ar sagðist hann bú­ast við mik­illi rimmu við öku­menn Red Bull. „Við virðumst all­ir frek­ar jafn­ir, ég held þetta verði knappt allt sam­an.“

Gengi öku­manna Alp­ine á æf­ing­um dags­ins vakti at­hygli og virðast þeir ætla blanda sér í keppi um topp­sæt­in. Átti Fern­ando Alon­so fimmta besta tím­ann og Estebann Ocon þann sjötta besta.

Fernando Alonso (t.h.) áleið til fimmta sætis á seinni æfingu …
Fernando Alonso (t.h.) áleið til fimmta sætis á seinni æfingu dagsins á Portimao brautinni í Algarve. AFP
Fernando Alonso (t.h.) áleið til fimmta sætis á seinni æfingu …
Fernando Alonso (t.h.) áleið til fimmta sætis á seinni æfingu dagsins á Portimao brautinni í Algarve. AFP
Esteban Ocon á leið til fimmta sætis á seinni æfingu …
Esteban Ocon á leið til fimmta sætis á seinni æfingu dagsins á Portimao brautinni í Algarve. AFP
Esteban Ocon á leið til fimmta sætis á Alpine bílnum …
Esteban Ocon á leið til fimmta sætis á Alpine bílnum á seinni æfingu dagsins á Portimao brautinni í Algarve. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert