Bottas fljótastur - Hamilton áttundi

Brautarverðir í Portimao tilfæra laskaðan bíl Lance Stroll í Algarvebrautinni.
Brautarverðir í Portimao tilfæra laskaðan bíl Lance Stroll í Algarvebrautinni. AFP

Bílbruni og árekstur milli Max Verstappen og Lance Stroll settu mark sitt á seinni æfingu dagsins í Portimao en þar fer portúgalski kappaksturinn fram á sunnudag.

Ökumennirnir höfðu ekki áður ekið formúlu-1 bílum í Portúgal og kvaðst til að mynda Lewis Hamilton hafa átt afar erfitt með að fá tilfinningu fyrir brautarhringnum og ná hita í dekkin.

Hafnaði Hamilton í áttunda sæti og var rúmlega 1,3 sekúndum lengur með hringinn en liðsfélagi hans Valtteri Bottas hjá Mercedes sem ók hraðast.

Tvisvar varð að stöðva æfinguna vegna óhappa. Annars vegar þegar Pierre Gasaly varð tilneyddur að flýja AlphaTauri bíl sinn úti á braut eftir að kviknaði í honum. Og hinsvegar er Verstappen og Stroll glímdu um stöðu inn í fyrstu beygju hringsins með þeim afleiðingum að bílarnir skullu saman.

Æfingin dróst á langinn vegna óhappanna og bitnuðu á undirbúningi ökumanna undir kappaksturinn á sunnudag.

Bottas var rúmlega hálfri sekúndu fljótari í förum en næsti maður sem var Verstappen. Þriðja besta hringinn átti Lando Norris á McLaren en hann var 0,8  sekúndum lengur með hringinn en Bottas.

Í sætum fjögur til tíu urðu - í þessari röð - Charles Leclerc, Carlos Sainz, Sebastian Vettel, Hamilton, Pierre Gasly, Lewis Hamilton, Esteban Ocon og Alex Albon sem var 1,7 sekúndum lengur að klára hringinn en Bottas.

Carlos Sainz á McLaren og Charles Leclerc á Ferrari á …
Carlos Sainz á McLaren og Charles Leclerc á Ferrari á ferð í Portimao-brautinni í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert