Honda lætur sig hverfa

Táknmerki Honda
Táknmerki Honda AFP

 Japanski bílsmiðurinn Honda hefur ákveðið að draga sig út úr keppni í formúlu-1 frá og með vertíðarlokum á næsta ári, 2021.

Þátttaka Honda í formúlunni hefur verið fremur slitrótt en síðast mætti bílsmiðurinn til leiks  2015 sem vélsmiður McLaren. Fyrstu þrjú ár þess skeiðs voru afleit og árangurinn nær enginn. 

Slitu McLaren og Honda  samstarfi sínu en vélsmiðurinn gekk til liðs við Red Bull, sem eina ferðina enn þarf að leita  að nýjum vélarframleiðanda fyrir vertíðina 2022. Fékk Red Bull vélar frá Renault árum saman áður en upp úr því samstarfi sauð 2018.

Honda segist ætla sinna öðrum verkefnum og þá sérstaklega að geta smíðað vélar sem verða orðnar kolefnalausar með öllu árið 2050.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert