Bottas vann - Hamilton tvívíttur

Valtteri Bottas fagnar á bíl sínum að akstri loknum í …
Valtteri Bottas fagnar á bíl sínum að akstri loknum í Sotsjí. AFP

Valtteri Bottast á Mercedes var í þessu að vinna rússneska kappaksturinn í Sotsjí en sigurinn á hann að einhverju leyti að þakka slæmum mistökum liðsfélagans Lewis Hamiltons, sem var víttur tvöfalt í keppninni fyrir brot á reglum.

Keppni var annars engin milli fremstu fimm til sex ökumanna en meira um sviptingar og framúrakstur eftir því sem aftar dró í hópi bílanna.

Í öðru sæti varð Max Verstappen á Red Bull, þá Hamilton þriðji, síðan Sergio  Pererz á Racing Point fjórði, fimmti Daniel Ricciardo á Renault, sjötti Charles Leclerc á Ferrari, sjöundi Esteban Ocon á Renault, áttundi Daniil Kvyat á AlphaTauri, níundi Pierre Gasly á AlphaTauri og tíunda og síðasta stigasætið vann Alex Albon á Red Bull.

Hamilton gætti sín ekki á reglum er hann og æfði ræsistört tvisvar á úthring kappakstursins utan leyfilegra svæða. Fyrir þar fékk hann tvöfalda refsingu, 5 sekúndu viðbót við aksturstímann í hvort sinn sem hann tók út í einu 10 sekúndna stoppvíti.

Valtteri Bottas í Sotsji með önnur sigurlaunin á árinu. Hin …
Valtteri Bottas í Sotsji með önnur sigurlaunin á árinu. Hin fyrri hlaut hann í fyrsta móti ársins, austurríska kappakstrinum í Spielberg. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert