Kaupa bíl til að þróa dekk

Hankook keppir við Pirelli um að fá að vera dekkjasmiður …
Hankook keppir við Pirelli um að fá að vera dekkjasmiður formúlu-1 frá og með 2020.

Dekkjaframleiðandinn Hankook virðist staðráðinn í að verða næsti dekkjasmiður formúlu-1. Hefur suður-kóreska fyrirtækið keypt bíl af formúluliðinu Williams til dekkjaþróunar.

Hankook hefur gert Alþjóða akstursíþróttasambandinu (FIA) tilboð um að framleiða dekk undir keppnisbílana frá og með 2020. Hið sama hefur núverandi dekkjafyrirtæki, Pirelli, gert.

Hafið er ferli á vettvangi FIA til að meta kostina tvo en síðan er gert ráð fyrir að einungis annar verði tekinn.

Williamsbíllinn sem Hankook hefur keypt til þróunarstarfsins er frá árinu 2011 og knúinn Cosworth-vél. Aukinheldur hefur liðið keypt umbreyttan Formúlu-2 bíl til þessara verka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert