„Erfiðasti bíllinn“

Þrátt fyrir að Mercedesbíllinn væri erfiður viðureignar ók Hamilton honum …
Þrátt fyrir að Mercedesbíllinn væri erfiður viðureignar ók Hamilton honum til sigurs í níu mótum 2017. AFP

Lewis Hamilton segir að Mercedesbíllinn 2017 hafi verið erfiðasti formúlu-1 bíll sem hann hafi nokkru sinni ekið á 11 ára ferli í íþróttinni.

Engu að síður ók hann honum til sigurs í níu mótum og ráspóls í ellefu. Liðsstjórinn Toto Wolff hefur einnig látið svo um mælt að bíllinn hafi verið eins og  „ráðrík og hégómleg“ prímadonna.   

Segir hann áskorun Mercedesliðsins fyrir vertíðina 2018 að leggja Hamilton og liðsfélaga hans Valtteri Bottas meðfærilegri og notkunarvænni bíla.
 
„Sumt af vandamálunum hafði elt okkru gegnum árin en með stærri bíl að umfangi stækkuðu  vandamálin,“ segir Hamilton. Hann gefur til kynna að erfiðast hafi verið að læra á dekkin nýju og stóru, eðli þeirra og kosti og áhrif á jafnvægi í uppsetningu bílanna. Hvað eftir annað í mótum gekk bíllinn það ört á afturdekkin að ökumennirnir urðu að passa sig að beita bílnum ekki um of í akstri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert