Schumacherbíll á 770 milljónir

Bíll Schumacher vekur athygli á Manhattan í New York í …
Bíll Schumacher vekur athygli á Manhattan í New York í gær. AFP

Ferrarifákur sem Michael Schumacher ók til heimsmeistaratitils á keppnistíðinni 2001 fór á 7,5 milljónir dollara, um 770 milljónir króna, á uppboði hjá Sotheby's í New York.

F2001 bíllinn með raðnúmerinu 211 og var hann metinn á 4 til 5,5 milljónir dollara, eða langt undir því verði sem hann á endanum fór á uppboðinu í gærkvöldi. 

Bílnum ók Schumacher til síns síðasta sigurs í Mónakó og á honum hreppti hann titil ökumanna með sigri í ungverska kappakstrinum í Búdapest.  Var það fjórði titill hans af sjö. Alls vann Schumacher níu mótssigra á leiðinni til titilsins 2001. Vann hann næstum tvöfalt fleiri stig en David Coulthard hjá McLaren sem var hans helsti keppinautur það ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert