Þrír þúsundustu á milli

Aðeins þrír þúsundustu úr sekúndu skildu á milli tveggja fyrstu og sá þriðji var aðeins 42 þúsundustu úr sekúndu þar á eftir á þriðju og síðustu æfingunni í Sao Paulo en þar fer tímataka Brasilíukappakstursins fram síðar í dag.

Besta hringinn átti Valtteri Bottas á Mercedes og liðsfélagi hans Lewis Hamilton var ekki nema þverhandarbreidd á eftir. Þriðja besta hringinn átti landi Bottas, Kimi Räikkönen á Ferrari.

Næsta tríó þar á eftir mynduðu þeir Sebastian Vettel á Ferrari, Daniel Ricciardo á Red Bull og  Fernando Alonso á McLaren, en hann var sekúndu lengur með hringinn en Bottas. Vettel í fjórða sæti var aðeins 13 þúsundustu  úr sekúndu lengur með hringinn en Räikkönen.

Í sætum sex til tíu - í þessari röð - urðu Sergio Perez og Esteban Ocon á Force India, Max Verstappen á Red Bull  og Carlos Sainz á Renault.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert