Ferrari ekki unnið frá 2001

Sebastian Vettel stefnir að sigri í Mónakó.
Sebastian Vettel stefnir að sigri í Mónakó. AFP

Ferrariliðið hefur ekki unnið sigur í Mónakókappakstrinum frá 2001 eða í 16 ár. Sebastian Vettel segir tíma kominn til að bæta úr því en hann setti met á götum furstadæmisins í gær.

Vettel drottnaði á seinni æfingunni og stórbætti þá brautarmetið sem Lewis Hamilton hjá Mercedes  hafði sett á morgunæfingunni.Var hann 0,487 sekúndum fljótari í förum en Daniel Ricciardo hjá Red Bull sem tókst að komast upp á milli ökumanna Ferrari og Mercedes.

Frá sigri Ferrari 2001 hafa skarlatsrauðu fákarnir endað í öðru sæti 2002, 2011 og 2015, undir stjórn Michael Schumacher, Fernando Alonso og Vettels. „Það er kominn tími á sigur hér,“ sagði Vettel í Mónakó í morgun. 

Árangur  Ferrari á götum furstadæmisins frá 2001 hefur orðið sem hér segir:

2002 – Schumacher 2. / Barrichello 7.
2003 – Schumacher 3. / Barrichello 8.
2004 – Schumacher úr leik / Barrichello 3.
2005 – Schumacher 7. / Barrichello 8.
2006 – Schumacher 5. / Barrichello 9.
2007 – Massa 3. / Räikkönen 8.
2008 – Räikkönen 9. / Massa 3.
2009 – Massa 4. / Räikkönen 3.
2010 – Massa 4. / Alonso 6.
2011 – Alonso 2. / Massa úr leik
2012 – Alonso 3. / Massa 6.
2013 – Alonso 7. / Massa úr leik
2014 – Räikkönen 12. / Alonso 4.
2015 – Vettel 2. / Räikkönen 6.
2016 – Vettel 4. / Räikkönen úr leik

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert