Tveir gaurar með einn bikar vekja athygli

Flati með tölvuleikjaaðstöðunni sem fræg er orðin í þættinum SETTÖPP.
Flati með tölvuleikjaaðstöðunni sem fræg er orðin í þættinum SETTÖPP. Eggert Jóhannesson

Tveir gaurar með einn bikar eru á allra vörum innan íslenska League of Legends-samfélagsins um þessar mundir. 

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig til leiks í liðsstjóramótið „tveir gaurar, einn bikar“ sem Sölvi Karlsson og Hafliði Örn Ólafsson, betur þekktur sem Flati, eru að efna til í aðdraganda jóla.

Skráning fer fram með í gegnum þennan hlekk og eru þar jafnframt nánari upplýsingar að finna. Lokað verður fyrir nýjar skráningar á miðnætti á sunnudaginn 11. desember, eða klukkan 23:59 á sunnudagskvöldið.

Raðað í lið í beinni útsendingu

Flati og Sölvi velja liðsstjóra sem síðan fá það hlutverk að setja saman lið útfrá skráðum þátttakendum.

Þá munu liðsstjórarnir raða þátttakendum niður í lið í beinni útsendingu þann 13. desember á Twitch.

Mótið sjálft hefst 16. desember og verða viðureignir spilaðar bæði þann 16. og 17. desember.

Skemmta sér eftir mótið

Í tilkynningu segir að Gissur Baldvinsson muni slíta mótinu með spurningakeppni, en þá svara ákveðnir leikmenn frá mótinu skemmtilegum spurningum í beinni útsendingu. 

Slík spurningakeppni í lok móts þekkist vel hér á landi og hefur orðið til þess að áhorfendur jafnt sem leikmenn skemmti sér saman langt fram á nótt.

Á Discord-rás íslenska LoL-samfélagsins má einnig finna nánari upplýsingar um mótið ásamt umræðu í tengslum við mótið, leikinn sjálfan og fleira.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert