Skjóta inn jólin í Arena

Hvað leynist í þessum jólapakka?
Hvað leynist í þessum jólapakka? Skjáskot/Arena

Jólamót Arena í Counter-Strike fer fram í desember og keppt verður frá hádegi fram á kvöld.

Jólamótið fer fram í Arena í Kópavogi og hefjast riðlarnir klukkan 13 laugardaginn 17. desember. 

Svipað fyrirkomulag og áður

Aðeins geta tíu lið tekið þátt og gildir sama regla og á síðasta móti, fyrstur kemur fyrstur fær. 

Mótsfyrirkomulaginu er þannig háttað að keppt verður í tveimur fimm liða riðlum þar sem allir keppa á móti öllum. Tvö efstu liðin í riðlunum fara áfram í undanúrslit.

Pítsuhlaðborð verður klukkan 15.00 og býðst keppendum sem og áhorfendum að gæða sér á pítsum frá veitingastaðnum Bytes á einungis 2000 krónur. 

Úrslitin

Undanúrslit hefjast klukkan 17.30 þar sem sæti í úrslitunum er í boði. Klukkutíma síðar, eða um klukkan 18.30 hefjast svo úrslitin og fer liðið í fyrsta sæti heim með 50 tíma í Arena og Pítsuveislu í verðlaun.

Hægt er að skoða viðburðinn hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert