United rænir bakverði frá Lyon

Tyrell Malacia í leik með Feyenoord.
Tyrell Malacia í leik með Feyenoord. Ljósmynd/Kees Hemmen

Knattspyrnufélagið Manchester United virðist vera að ræna hollenska bakverðinum Tyrell Malacia frá Lyon. Lyon var búið að ná munnlegu samkomulagi við bæði Feyenoord og Malacia en United ætlar að ræna honum á síðustu stundu. 

Frank Arnesen, formaður Feyenoord, hefur staðfest þessar fregnir:

„Samkomulag við United er í höfn, við bíðum nú eftir því hvað Tyrell segir. Ef hann segir já, þá eru félagsskipti hans til Manchester United staðfest.“

Manchester United bauð 15 milljónir evra í bakvörðinn, þremur milljónum meira en Lyon. Malacia er 22 ára gamall og hefur spilað 98 leiki fyrir Feyenoord í meistaraflokki frá árinu 2017. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert